https://www.xxzza1.com

Glimmergengi og jógakennarar á Secret Solstice, frábær stemning í Laugardalnum

Tónlistarhátíðin Secret Solstice fer nú fram í Laugardalnum og stemningin er hreint út sagt frábær. Elísabet Inga, útsendari Nútímans, hitti fólkið á hátíðinni á föstudaginn og lærði jóga, fékk glimmer og mátaði búning. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Elísabet hitti meðal annars ungan mann frá New York sem var nýútskrifaður og hafði áður komið til landsins á Iceland Airwaves. Hann átti smá pening og ákvað því að skella sér á Secret Solstice.

Hún hitti líka hóp af glimmerfólki og par sem kenndi henni jóga. Allt þetta og meira til í myndbandinu hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Instagram