Glowie sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna með þessum stórkostlega flutningi

Hin 18 ára gamla Sara Pétursdóttir – Glowie – hefur verið ofarlega á vinsældarlistum í sumar með lagið No More. Lagið er eftir upptökustjórateymið StopWaitGo og Stony grípur hljóðnemann og rappar í laginu.

Sara sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna í fyrra með stórkostlegum flutningi á laginu To make you feel my love með Bob Dylan.

Nútíminn er ekki búinn að gleyma flutningnum og fannst kjörið að rifja hann upp, nú þegar hún er búinn að slá í gegn með slagaranum No More.

Flutninginn má sjá hér fyrir neðan.

Og hér er svo myndbandið við lagið No More.

Auglýsing

læk

Instagram