Sigruðu Söngkeppni framhaldsskólanna 2020 – Sjáðu flutninginn!

Söngkeppni framhaldsskólanna fór fram um helgina.

Upphaflega stóð til að keppnin færi fram fyrr á árinu í Íþróttahöllinni á Akureyri en keppninni var frestað þegar samkomubann var sett á vegna Covid-19 faraldursins. Þess í stað var hún haldin án áhorfenda í húsnæði Exton í Kópavogi og sýnt var frá henni í beinni útsendingu á Rúv

Það voru tvíburabræðurnir Tryggvi og Júlíus sem báru sigur úr býtum með laginu I’m Gonna Find Another You eftir John Mayer en þeir kepptu fyrir hönd Menntaskólans á Tröllaskaga.

Hér fyrir neðan má hlusta á glæsilegan flutning þeirra.

Auglýsing

læk

Instagram