Hlynur Snær smíðar vinsælt tannskart upp í munninn á fólki, sjáðu myndbandið

Skartgripabúðin Reykjavík Grillz opnaði á dögunum á Instagram (reykjavikgrillz) en þar er hægt að láta sérsmíða upp í sig silfrað tannskart. Dagur Lárusson fór fyrir hönd Nútímans og hitti grillmeistarann Hlyn Snæ, nemanda í MR, og fékk að vita allt um málið. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Menn eru ans vígalegir með grillið uppi í sér — hér má sjá Aron Can

https://www.instagram.com/p/BTPpmw5gvj-/?taken-by=reykjavikgrillz

„Ég fann að það var mikil eftirspurn eftir svona munum og rappið er orðið ráðandi í tónlist á Íslandi þannig að ég ákvað að kýla á það að smíða svona muni,“ segir Hlynur í samtali við Nútímann.

Hlynur sýnir í myndbandinu hvernig grillið er smíðað en allt hefst þetta á því að mót er tekið af tönnum viðskiptavinarins. Sjáðu meira í myndbandinu hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Instagram