Íslenskir og portúgalskir stuðningsmenn syngja og dansa saman, sjáðu myndbandið

Gríðarleg stemning er í Saint-Étienne þar sem stuðningsmenn Íslands og Portúgals bíða eftir leik kvöldsins sem hefst klukkan 19. Að sögn útsendara Nútímans eru Íslendingar í meirihluta á svæðinu en Portúgalar eru þó byrjaðir að láta sjá sig.

Sjá einnig: Innri barátta Vilhelms Neto, hálfur Íslendingur og hálfur Portúgali og þjóðirnar mætast á EM

Slæm hegðun stuðningsmanna hefur vakið mikla athygli á EM í Frakklandi og hafa nokkrir Rússar verið sendir heim. Stuðningsmenn allra þjóða ættu að horfa á örstutta myndbandið hér fyrir ofan sem sýnir Íslendinga og Portúgala syngja og dansa saman í dag fyrir leik kvöldsins.

Svona á að gera þetta!

Auglýsing

læk

Instagram