Menntaskólinn við Hamrahlíð vann söngkeppni framhaldsskólanna, sjáðu siguratriðið

Menntaskólinn við Hamrahlíð sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna í gærkvöldi.

Flutningur var í höndum Elínar Sifjar Halldórsdóttur, Guðrúnar Ólafsdóttur og Hrafnhilar Magneu Ingólfsdóttur. Þær skipa saman hljómsveitina Náttsól og fluttu lagið Hyberballad eftir Björk Guðmundsdóttur. Horfðu á sigurflutninginn hér fyrir ofan.

Söngkeppnin var haldin í 26. skipti í gær og var með breyttu sniði. Haldin var forkeppni þar sem 20 skólar sungu fyrir framan dómnefnd og 12 þeirra komust áfram í úrslitaþáttinn sem var í beinni útsendingu.

Dómnefnd skipuðu þau Guðrún Gunnarsdóttir, Logi Pedro og Þórunn Antonía Magnúsdóttir, ásamt því að áhorfendur kusu vinsælasta lagið í símakosningu.

Í öðru sæti varð Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi. Flytjendur voru Jóna Alla Axelsdóttir og Ari Jónson með lag Sam Smith, Not In That Way.

Í þriðja sæti var Menntaskólinn að Laugarvatni sem jafnframt var valið vinsælasta atriðið í keppninni. Þau Guðbjörg Viðja Anotnsdóttir, Aron Ýmir Antonsson, Elva Rún Pétursdóttir, Guðjón Andri Jóhannsson og Sigrún Birna Pétursdóttir fluttu lagið Somebody to Love með Queeen.

Samband íslenskra framhaldsskólanema og Sagafilm standa að Söngkeppni framhaldsskólanna.

Auglýsing

læk

Instagram