Áttan, Þórunn Antonía og Gummi Tóta taka þátt í Söngvakeppninni: Lista yfir flytjendur var lekið

Lista yfir flytjendur og lög í Söngvakeppni Sjónvarpsins var lekið og birtist á fjölmörgum aðdáendasíðum Eurovision-söngvakeppninnar í dag. Þetta kemur fram á vefnum ESC Extra. Þá var nokkrum lögum sem til stóð að frumflytja í sérstökum þætti um keppnina í kvöld lekið á Youtube.

Samkvæmt frétt um málið á vef RÚV voru lögin tekin niður af Youtube eftir að haft var samband við myndbandasíðuna. Í fréttinni á vef RÚV er haft eftir Birnu Ósk Hansdóttur, sem situr í framkvæmdastjórn keppninnar, að málið verði skoðað frá öllum hliðum.

Hún segir að brotist hafi verið inn á vefsvæði sem innihélt lögin og upplýsingarnar. „Lærdómurinn sem við drögum af þessu er að gæta verður enn betur að leyndinni sem hvílir á yfir lögunum og upplýsingum í kringum þau áður en það er opinberað,“ segir Birna Óska á vef RÚV.

Kynningarþáttur Söngvakeppninnar 2018 hófst klukkan 19.40 í kvöld. Í þættinum voru spiluð brot úr lögum keppninnar í ár ásamt því að flytjendur og höfundar laganna voru kynntir.

Aron Hannes, Þórunn Antonía og Áttan á meðal þátttakenda í Söngvakeppninni í ár. Þá tekur fótboltakappinn Guðmundur Þórarinsson þátt og hljómsveitin Heimilistónar. Listann og upplýsingar á vef RÚV má sjá hér.

Hér má sjá lista yfir lögin í Söngvakeppninni í ár

Aron Hannes – Golddigger / Gold Digger
Áttan – Hér með þér / Here for You
Ari Ólafsson – Heim / Our Choice
Fókus hópurinn – Aldrei gefast upp / Battleline
Dagur Sigurðarson – Í stormi / Saviour
Stefanía Svavarsdóttir, Agnes Marinósdóttir & Regína Lilja Magnúsdóttir – Svaka stuð / Heart Attack
Þórunn Antonía – Ég mun skína / Shine
Guðmundur Þórarinsson – Litir / Colours
Þórir Geir Guðmundsson & Gyða Margrét Kristjánsdóttir – Brosa / With You
Tómas Helgi Wehmeier & Sólborg Guðbrandsdóttir – Ég og þú / Think It Through
Rakel Pálsdóttir – Óskin mín / My Wish
Heimilistónar – Kúst og fæjó

Auglýsing

læk

Instagram