Söngkeppni framhaldsskólanna ekki haldin í ár, áhugaleysi og léleg miðasala ástæðan

Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema. Þar kemur fram að ástæðan sé áhugaleysi og skortur á fjármagni.

„Okkur þykir leitt að tilkynna að engin Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017,“ segir í tilkynningunni.

Áhugaleysi á keppninni hefur sýnt sig í lítilli þátttöku og stuðningi nemendafélaganna við keppendur. Þá hefur léleg miðasala og áhugaleysi valdið því að fjárhagslega hefur orðið sífellt erfiðara að halda keppnina og er svo komið að það er ekki hægt nema mikil breyting verði á.

Í tilkynningunni kemur fram að ógerlegt sé að halda Söngkeppni framhaldsskólanna án þess að að áhugi og fjármagn séu fyrir hendi. „Hugmyndir komu upp um að gefa keppnina frá okkur, í hendur óháðra aðila, en við teljum að hún sé ekki framhaldsskólanema án þeirra aðkomu og gerðum við það því ekki.“

Auglýsing

læk

Instagram