Mínímalisminn ekkert erfiður í góðæri: Ekki vera með meira af hlutum í lífi þínu en þú vilt hafa

Sigurlaug Elín Þórhallsdóttir segir að það sé ekkert mál að stunda mínímalískan lífsstíl þrátt fyrir að margir telji að blússandi góðæri sé á landi. „Mér finnst það ekki — ég upplifi það ekki eins og það sé erfiðara.“

Sjá einnig: Mínimalíski lífsstíllinn blómstrar á Íslandi, verslar ekki í H&M og á bara tvö pör af spariskóm

Rúmlega tólf þúsund manns eru í hópnum áhugafólk um mínímalískan lífsstíl á Facebook. Meðlimum hópsins hefur fjölgað mikið frá því að Nútíminn kannaði málið fyrst í nóvember árið 2015 en þá voru meðlimirnir um 5.500.

Elísabet Inga kíkti í heimsókn til Sigurlaugar og spjallað við hana um mínímalíska lífsstílinn á meðan tökumaðurinn Heimir Bjarnason fékk að svipast um. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

„Mínímalismi, eða naumhyggja, er þannig að þetur sniðið hann að þínum lífsstíl og lífsskyldum,“ segir hún. Hún segir að það sé miklu léttara að taka til þegar maður stundar mínímalískan lífsstíl, enda búin að losa sig við óþarft dót.

Auglýsing

læk

Instagram