Myndband: Skopleg lending eftir svifvængjaflug: „Helv**** kengúrur!“

Ástralinn Jonathan Bishop fékk heldur óblíðar móttökur frá heimamönnum þegar hann lenti eftir svifvængjaflug í Orroral-dal í Namadgi-þjóðgarðinum, sem er nálægt Canberra, síðastliðinn fimmtudag.

Áður en hann var lentur var móttökunefnd af ógestrisnum kengúrum lögð af stað til hans. Til að byrja með tekur Bishop þeim vel og heilsar, en fljótlega kemur í ljós að þetta eru ekki vinalegar móttökur, því ein kengúran kýlir hann umsvifalaust. Sem betur fer missti kengúran fljótt áhugann á því að berjast við Bishop og skoppaði burt með félögum sínum.

Auglýsing

læk

Instagram