Sjáðu stikluna úr ástralskri endurgerð Hrúta!

Verðlaunamynd Gríms Hákonarsona, Hrútar, hefur verið endurgerð í Ástralíu og verður senn frumsýnd þar ytra.

Hrútar fjallar um tvo sauðfjárbændur á sjötugsaldri, bræðurna Gumma og Kidda, sem búa hlið við hlið í afskekktum dal á Norðurlandi. Fjárstofn þeirra bræðra þykir einn sá besti á landinu og eru þeir margverðlaunaðir fyrir hrútana sína. Þrátt fyrir að deila sama landi og lífsviðurværi þá hafa bræðurnir ekki talast við í fjóra áratugi.

Þegar riðuveiki kemur upp í dalnum grípur um sig mikil örvænting á meðal bændanna þar. Yfirvöld ákveða að skera niður allt sauðfé til þess að sporna við útbreiðslu sjúkdómsins. Bræðurnir standa frammi fyrir því að missa það sem er þeim kærast og grípa til sinna ráða.

Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr áströlsku útgáfunni.

Auglýsing

læk

Instagram