Nærmynd af vinsælu fólki á Snapchat: Hefur aldrei fengið boð í brunch í Þrastarlundi – myndband

Snapchat er gríðarlega vinsælt á Íslandi en stór hluti  þjóðarinnar skoðar appið á hverjum einasta degi. Stories-möguleikinn á Instagram hefur náð að höggva skarð í Snapchat en þau sem nota samfélagsmiðilinn eru hvergi bangin.

Elísabet Inga, útsendari Nútímans, hitti fólk sem er vinsælt á Snapchat. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Gyða Dröfn (gydadrofn) er með um 5.000 fylgjendur og fjallar um ýmislegt lífsstílstengt. Rögnvaldur Þorgrímsson (fiskurinn) er með um 4.000 fylgjendur á Snapchat og eldar mat fyrir fylgjendur sína. Sölvi Smárason (solvismarason) er atvinnumaður í Snapchat og býður fyrirtækjum upp á efni á þeirra eigin aðgangi.

Elísabet komst að ýmsu skemmtilegu. Til dæmis að Gyða Dröfn óttast ekki að Instagram drepi Snapchat, að Fiskurinn ætlar að baka pizzur í heimagerðum ofni í sumar og að Sölva hefur aldrei verið boðið í brunch í Þrastarlundi. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Instagram