Of Monsters and Men kom fram í Game of Thrones, sjáðu myndbandið

Auglýsing

Hljómsveitin Of Monsters and Men kom fram í fimmta þætti sjöttu þáttaraðar af Game of Thrones sem var sýndur á Stöð 2 í nótt og verður aftur á dagskrá í kvöld. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan — ekki blikka augunum, þú gætir misst af þeim.

Fréttir af hlutverki hljómsveitarinnar í Game of Thrones bárust í september í fyrra. Of Monsters and Men er ekki fyrsta íslenska hljómsveitin sem kemur fram í þættinum en Sigur Rós kom fram í öðrum þætti í fjórðu þáttaröð.

Nanna og félagar í Of Monsters and Men eru miklir aðdáendur þáttanna eins og kom fram í viðtali við hana í tímaritinu Interview fyrr á árinu. „Já, guð minn almáttugur. Við elskum þetta. Við erum með Game of Thrones á heilanum,“ sagði hún.

Auglýsing

læk

Instagram