10 ára afmælisútgáfa af fyrstu breiðskífu Of Monsters and Men er komin út!

Það eru liðin 10 ár síðan Of Monsters and Men sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu, My Head Is an Animal.
Af því tilefni er komin út sérstök afmælisútgáfa af plötunni sem byggir á upprunalegu íslensku útgáfunni sem hafði annan lagalista en sú útgáfa sem kom út á heimsvísu. Að auki eru 2 ný áður óútkomin lög.
My Head Is an Animal (10th Anniversary Edition) er komin út á streymisveitum en virkilega vegleg vínyl útgáfa plötunnar kemur út á næsta ári.

Eins og áður sagði eru tvö ný lög á þessari afmælisútgáfu. Það eru lögin „Phantom“ og „Sugar In a Bowl“. Þó svo lögin séu ný hljóðrituð og hafi ekki komið út áður þá eru þau ekki ný fyrir hljómsveitinni. „Phantom“ var fyrst flutt á Músíktilraunum árið 2010 og má því ætla að það sé eitt þeirra laga sem tryggði þeim sigur þar.
Þá var „Sugar In a Bowl“ einnig samið fyrir meira en 10 árum síðan en aldrei hljóðritað.
Hlustaðu á My Head Is an Animal (10th Anniversary Edition) á Spotify eða þinni uppáhalds tónlistarveitu.
Til að fagna þessum marka áfanga ætla Of Monsters and Men að halda tónleika í Gamla Bíói dagana 9. – 12. nóvember. Um er að ræða einstakan viðburð þar sem aðdáendum Of Monsters and Men gefst færi á að sjá sveitina á litlum en einum flottasta tónleikastað landsins. Það er ekki á hverjum degi sem Of Monsters and Men spilar á svo litlum tónleikastöðum en það var einmitt í Gamla Bíói sem sveitin spilaði á Músíktilraunum og hélt síðar útgáfutónleikana fyrir My Head Is an Animal.
Sveitin mun flytja My Head Is an Animal í heild sinni ásamt vel valin lög af öðrum plötum.
Upphitun verður í höndum Lay Low (9. nóv), Mugison (10. nóv), Salóme Katrín (11. nóv) og Supersport (12. nóv).
Enn má nálgast miða á aukatónleikana í Gamla Bíói á Tix.is
Auglýsing

læk

Instagram