Mugison, Lay Low, Salóme Katrín og Supersport! hita upp fyrir Of Monsters and Men

Of Monsters and Men halda upp á 10 ára afmæli fyrstu plötu þeirra My Head is an Animal 9. 10., 11. og 12. nóvember. Þau hafa boðið til sín góðum vinum til að halda upp á áfangann með þeim í Gamla Bíó í miðbæ Reykjavíkur.

9. nóvember – Lay Low
10. nóvember – Mugison
11. nóvember – Salóme Katrín
12. nóvember – Supersport!
Hljómsveitin mun spila plötuna í heild sinni á öllum tónleikunum í bland við nokkur mismunandi lykil lög, gömul og ný, þannig að engir tónleikar eru eins.
Tónleikarnir 9. og 10. nóvember eru uppseldir og fáir miðar eru eftir 10. og 11. nóvember.

Auglýsing

læk

Instagram