Setti upp sölubás með heitum lummum í Reykjavík til að athuga hversu vel þær seljast í raun og veru

Auglýsing

Þegar eitthvað selst vel á Íslandi tölum við um að það seljist eins og heitar lummur.

En hversu vel seljast heitar lummur í raun og veru? Elísabet Inga, útsendari Nútímans, vaknaði snemma í vikunni og hófst handa við að baka gómsætar lummur. Hún gerði svo það sem við öllu hefðum gert: Setti upp sölubás í miðborg Reykjavíkur og sannreyndi kenninguna um heitu lummurnar. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Samkvæmt vísindavefnum er orðatiltækið ekki gamalt en fólk fór ekki að nota það fyrr en um miðja 20. öld. Í öðrum tungumálum eins og til dæmis ensku er talað um að eitthvað seljist eins og „hot cakes“ eða heitar kökur og danir tala um volgt brauð í þessu samhengi.

Auglýsing

læk

Instagram