Sjáðu keppendur í Söngvakeppninni reyna að taka lagið í Sleggjunni

Úrslit Söngvakeppninnar 2017 eru á morgun. Nútíminn fékk keppendurna til að skella sér í Sleggjuna í Smáratívolí og syngja lagið sitt í leiðinni. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan. 

Í sleggjunni snýst maður 360 gráður um leið og maður þeytist hring eftir hring og hendist 13 metra upp í loft áður en maður húrrar alla leið niður aftur. Það er ekki hlaupið að því að syngja lag í leiðinni en flest þeirra virtust skemmta sér nokkuð vel.

Rúnar Eff gat því miður ekki verið með þennan dag.

1. Tonight (900 9901)

Lag og texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson
Flytjandi: Aron Hannes

2. Again (900 9902)

Lag og texti: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir
Flytjendur: Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir

3. Hypnotised (900 9903)

Lag: Þórunn Erna Clausen, Michael James Down og Aron Brink
Texti: Þórunn Erna Clausen og William Taylor
Flytjandi: Aron Brink

4. Bammbaramm (900 9904)

Lag og texti: Hildur Kristín Stefánsdóttir
Flytjandi: Hildur

5. Make your way back home (900 9905)

Lag og texti: Rúnar Eff
Flytjandi: Rúnar Eff

6. Paper (900 9906)

Lag: Svala Björgvinsdóttir, Einar Egilsson, Lester Mendez og Lily Elise
Texti: Svala Björgvinsdóttir og Lily Elise
Flytjandi: Svala

7. Is this love? (900 9907)

Lag og texti: Daði Freyr Pétursson
Flytjandi: Daði Freyr Pétursson

Auglýsing

læk

Instagram