Örskýring: Alfreð Clausen grunaður um milljarðasvindl

Um hvað snýst málið?

Alfreð Örn Clausen er eftirlýstur af bandarískum lögregluyfirvöldum í Kaliforníu fyrir þjófnað og peningaþvætti. Fimmta mars síðastliðinn voru viðskiptafélagar Alfreðs, þeir Stephen Siringoringo og Joshua Cobb handteknir vegna málsins.

Alfreð Örn og viðskiptafélagar hans eru sagðir hafa stolið um 44 milljónum Bandaríkjadala, eða um 6.1 milljörðum íslenskra króna. Þeir eiga að hafa svikið pening frá viðskiptavinum lögfræðistofu sinnar sem leituðust eftir því að endursemja um lánagreiðslur sínar.

Samkvæmt Fréttablaðinu er þeim stefnt fyrir að hafa:

  • Með ólögmætum hætti þegið fyrirframgreiðslur fyrir þjónustu við endurfjármögnun/skilmálabreytingu lána.
  • Gefa vísvitandi villandi og rangar upplýsingar um möguleika á slíkri endurfjármögnun/skilmálabreytingu í markaðsherferðum.
  • Telja viðskiptavinum trú um að þeir væru að greiða fyrir lögfræðiráðgjöf þegar öll vinna var í raun unnin af ólöglærðum.
  • Gefa fölsk loforð til viðskiptavina um að umsóknir þeirra um endurfjármögnun/skilmálabreytingar myndu ganga í gegn, jafnvel loforð um að ferlið tæki eingöngu örfáa mánuði.

Hvað er búið að gerast?

Alfreð er staddur á Ísland. Í kvöldfréttum RÚV sagði hann málið mjög flókið og skrítið en að þeir hafi ekkert gert rangt.

Hvað gerist næst? 

Alfreð sagðist á RÚV ætla að sjá til hvað gerist næst – hann kveðst ekki vera eftirlýstur hér á landi.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Instagram