Örskýring: Rússar setja viðskiptabann á Ísland

Um hvað snýst málið?

Rússar hafa sett viðskiptabann á vörur frá Íslandi og fjórum öðrum löndum. Þar með verður óhemilt að flytja inn matvæli frá Íslandi til Rússlands.

Þúsund störf og 30-35 milljarðar króna eru í húfi fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, samkvæmt Kolbeini Árnasyni, framkvæmdastjóri SFS.

Hvað er búið að gerast?

Evrópusambandið, Bandaríkin og fleiri ríki ásamt ríkjum í NATO hafa beitt Rússa efnahagsþvingunum vegna innlimunar Krím-skaga og stríðsins í Úkraínu. Ísland og fleiri ríki hafa stutt aðgerðir Evrópusambandsins þrátt fyrir að eiga ekki aðild að því. Ísland er í NATO.

Íbúar Krím-skaga eru að meirihluta Rússar en þar er ein mikilvægasta flotastöð rússneska hersins. Krím tilheyrði Úkraínu þar til í fyrra, að Rússland innlimaði skagann, eftir aðgerðir sem mættu fordæmingu á Vesturlöndum.

Rússar hafa bannað innflutning ýmissa matvæla frá Evrópusambandsríkjum, Bandaríkjunum, Ástralíu, Noregi og Kanada. Löndin sem bætast n ú við á listann eru Albanía, Svartfjallaland, Ísland, Liectenstein og Úkraína.

Hvað gerist næst?

Nú verður kannað hvort hægt sé að selja þessar afurðir á aðra markaði. Þá verður athugað hvort hægt sé að vinna afurðina, sem farið hefur á Rússlandsmarkað, með öðrum hætti, samkvæmt framkvæmdastjóra SFS.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Instagram