Auglýsing

Föstudagurinn strangi og páskaleiðindi fyrr og nú

Mig langar að þakka foreldrum mínum fyrir að hafa ekki hlunnfarið mig um öll heimsins leiðindi sem voru möguleg börnum sem ólust upp á níunda áratug síðastu aldar. Þegar ég lít til baka voru þetta forréttindi.

Heimurinn mun brátt uppgötva mikilvægi leiðinda, það verða líklega einhverjar trendtýpur í San Fransisco eða flanörar í Frakklandi sem munu koma því í tísku að fólk sitji langtímum saman yfir ævintýralega löngum Biblíumyndum eða sterílum Shakeaspeare-leikritum (lélegar kollur, þröngar sokkabuxur) eins og sum börn þurftu að gera á föstudaginn stranga í gamla daga.

Ó, þeir dýrðardagar! Það var allt lokað! Það mátti ekkert! Það áttu bara allir að vera leiðir og lágværir og miður sín. Í baksýnisspeglinum hafði maður gott af þessu því eggið á sunnudeginum varð svo miklu betra út af allri þessari bið og fráhaldi.

Miðaldra-ég spyr sig hvaða áhrif það hefur á börnin okkar að fá allt strax? Líklega finnst þeim þau samt þurfa að bíða ógeeeeeððððslega lengi eftir öllu. Strax-ið verður bara sífellt sneggra með hverri uppfærslu á nútímanum. Kommon, páskaeggin eru komin í búðir strax eftir að þorramaturinn hverfur. Aðgengi að næstum öllu er frábært og sjálfsagt. Einu skiptin sem ég sé að virkilega reynir á þolinmæði fólks er þegar netið er lélegt. Við munum líklega fara í stríð til að fá betra wi-fi.

En takk mamma og pabbi fyrir að hafa ekki haft ofan af fyrir mér í æsku. Þar var kynslóð foreldra sem ætlaðist til þess að maður þraukaði síns eigin leiðindi. Og þeirra föstudagurinn langi hafði náttúrulega verið ennþá lengri og leiðinlegri – þau máttu ekki einu sinni leggja kapal. Nú er hún Snorrabúð stekkur og allt það.

En ég er af kynslóð sem finnst henni bera skylda til þess að hafa ofan af fyrir börnum sínum …. og vera meðvirk með mögulegum leiðindum þeirra. Og okkar langi föstudagur er orðinn alveg jafn stuttur og allir hinir föstudagarnir.

Nútímaforeldrar eru líka á Facebook.
Lækaðu ef þér líkar síðan okkar og þá missir þú ekki af neinu.
Svo er dásamlegt að deila.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing