Auglýsing

Segja samfélagsmiðlar meira en þúsund orð? Fylgi forsetaframbjóðenda á samfélagsmiðlum

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallup er yfir 90% þjóðarinnar á Facebook. Miðillinn er því gríðarlega mikilvægur fyrir frambjóðendur til þess að ná til kjósenda.

Barack Obama lagði gríðarlega vinnu og fjármagn í samfélagsmiðla sína þegar hann var í framboði og vilja einhverjir meina að það hafi tryggt honum forsetaembættið. Svo vel tókst Obama að nýta samfélagsmiðla að hans herferð er skólabókardæmi um hvernig forsetaframbjóðendur og stjórnmálamenn í framboði eiga að nýta samfélagsmiðla.

Til þess að ná til fólks á samfélagsmiðlum þá er hægt skoða nokkur lykilatriði frá kosningabaráttu Obama og hans áherslur.

 • Áhersla á einstaklinginn
  Einstaklingurinn á að vera í forgrunni. Mynd af honum einum á að vera ,,profile“ mynd og hann á að tala til fólksins í textum. Ekki tala um sjálfan sig í 3. persónu. Ljósmyndir eiga reglulega að birtast af honum einum í mismunandi aðstæðum. Slíkar myndbirtingar endurspegla að frambjóðandinn sé leiðtogi.
 • Áhersla á einlægni og persónuleika
  Frambjóðandinn á að vera persónulegur og sýna að hann er mannlegur. Sem dæmi þá birti Obama t.d. mynd af sér þar sem hann var að borða pizzu með starfsfólki sínu og hann setti inn upplýsingar um sitt uppáhalds körfuboltalið og deildi sínum áhugamálum.
 • Áhersla á skýr skilaboð
  Frambjóðandi á að vera með skýr og einföld skilaboð á samfélagsmiðlum. Það á að koma strax í ljós fyrir hvað hann stendur og hvernig hann sker sig frá öðrum frambjóðendum. Skilaboðin eiga að vera í öllu efni sem birtist; ljósmyndum, myndböndum og textum.
 • Áhersla á að hlusta og svara
  Frambjóðendur eiga að spyrja kjósendur spurninga og svara öllum spurningum sem koma á þeirra samfélagsmiðlum.

Þessi fjögur atriði hér að ofan eru auðvitað aðeins til viðmiðunar og ekki heilagar reglur.

Nokkrir forsetaframbjóðendur hafa náð að tengja við þessi fjögur atriði ef litið er á framboðssíðu þeirra á Facebook, en nánar um það síðar.

Ef litið er á fylgi frambjóðenda á samfélagsmiðlum, like á Facebook-síður þeirra og fylgjendur á Twitter og Instagram, þá er áhugavert að sjá að það rímar við raunverulegt fylgi þeirra samkvæmt skoðanakönnunum. Miðað við þessar niðurstöður þá ættu fjölmiðlar eflaust að birta fylgi á samfélagsmiðlum sem vísbending um hver vinni kosningarnar.

Samkvæmt þessu er Andri Snær með langmest fylgi á samfélagsmiðlum og Guðni Th. Jóhannesson fylgir fast á eftir. Guðni er aftur á móti með mesta fylgið á Facebook og er það markverðari miðill ef litið er á raunfylgi, þar sem meirihluti landsmanna er á Facebook.

Efnissköpun á Facebook

Það er misjafnt hvað frambjóðendur setja mikið efni inn á Facebook-síður sínar og misjafnt hvernig efni þeir setja inn. Magnið segir þó ekki alla söguna heldur skiptir mestu máli hverskonar efni er sett inn.

Tekið var saman allt efni sem frambjóðendur settu inn á Facebook-síður sínar frá 5. maí til 4. júní. Ekki var talið efni sem aðrir settu inn á Facebook-síður frambjóðenda.

02_fjoldi_posta

Guðni Th. Hefur sett mest inn á Facebook og fast á eftir honum kemur Sturla Jónsson.

Það er þó efnið sem skiptir meira máli en fjöldinn þó svo að nauðsynlegt sé að setja reglulega inn efni. Það er mjög misjafnt eftir frambjóðendum hverjar áherslurnar í efnisvali eru og hér að neðan hef ég greint það nánar.

Gullna reglan á Facebook er sú að ljósmyndir og myndbönd fá meiri sýnileika á Facebook en annað efni. Textar án ljósmynda fá minnsta útbreiðslu og eru minna sýnilegir. Það er því í raun mikilvægt að setja sem flestar myndir og myndbönd á Facebook en jafnframt að tryggja ákveðið jafnvægi í efnisvali, þ.e.a.s að ein tegund efnis verði ekki yfirgnæfandi.

Þegar litið er á síður frambjóðenda þá er augljóst að sumir frambjóðendur eru ekki að fara rétt að þar sem ákveðin tegund efnis gnæfir yfir.

03_tegund_posta

Áhersla á einstaklinginn

Ef tekið er mið af þeim fjórum áhersluatriðum á samfélagsmiðlum Obama í hans kosningabaráttu og byrjað á áherslunni á einstaklinginn þá virðast flestir frambjóðendur leggja upp úr því að hafa sjálfan sig í forgrunni.

Áhersla á einstaklinginn sést best ef litið er á „profile“ og „covermyndir“ frambjóðenda.

04_fb_cover_forsf

Andri Snær, Guðni og Halla eru einu frambjóðendurnir sem hafa ekki hefðbundna ljósmynd af sér í „profile“ mynd.

05_barack_obama_fb_cover

Ef við skoðum Facebook-síðu Obama til samanburðar þá er birtingarmynd leiðtoga mjög áberandi. Áherslan er eingöngu á hann og fjölskylda hans er hvergi sjáanleg.

Til gamans þá er áhugavert að sjá hvernig teikningin af Guðna vísar í þjóðþekkta vangamynd af Jóni Sigurðssyni sem fönguð var í koparplatta. Eflaust engin tilviljun.

06_gudni_jon_sigurdss

Persónulegi frambjóðandinn

Flestir frambjóðendur tala beint til fólks á Facebook-síðum sínum og þá í fyrstu persónu. Þó er meira um að talað sé í þriðju persónu á Facebook-síðu Davíðs. Það vekur athygli að fæstir frambjóðendur eru mjög persónulegir og einlægir. Þeir segja lítið frá sínum áhugamálum eða áhugaverðum hlutum um sjálfan sig og gefa lítið af sér.

07_textar_frambjodenda

Ef við tökum dæmi þá er hér að neðan færsla frá Guðna þar sem hann er persónulegur og segir frá sínu einkalífi.

08_gudni_persónulegur

Undantekningin á þessu er Andri, Elísabet, Guðni og Halla sem ná að miðla sínum áhugamálum og einkalífi.

Að lokum er áhugavert að sjá hversu margar myndir frambjóðendur hafa sett inn á Facebook-síður sínar. Þar á Halla Tómasdóttir vinninginn.

09_fjoldi_mynda

Segja samfélagsmiðlar meira en 1.000 orð?

Eftir þessu yfirferð þá spyr maður sig hvort það sé samhengi milli þess að gera vel á samfélagsmiðlum og ná í sem flest atkvæði.

10_gallup_konnun

Fjólubláa er Gallup könnun gerð 1. til 2. Júní

11_facebook_like_mynd

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing