Við þurfum að tala um sjónvarp Nútímans

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá er Nútíminn búinn að opna sjónvarpsstöð. Eða allt að því. Nútíminn gerði á dögunum samstarfssamning við framleiðslufyrirtækið Skot um framleiðslu á myndböndum.

Sjónvarp er úti um allt. Líka á internetinu og þú getur valið hvenær þú horfir. Ég er þvílíkt spenntur fyrir þessu. Við ætlum að framleiða allskonar myndbönd um hvað sem er. Flest munu myndböndin eiga sameiginlegt að vera stutt og skemmtileg og við ætlum að reyna að fjalla um það sem fólk er að tala um.

Helst ungt fólk.

Þúsundir horfðu á fyrsta myndbandið okkar þar sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Una Hildardóttir sögðu okkur frá afstöðu sinni í nokkrum hitamálum sem hafa klofið þjóðina. Áslaug er nýkjörin ritari Sjálfstæðisflokksins og Una er nýkjörin gjaldkeri Vinstri grænna og það var gaman að sjá að þær voru sammála um sumt og ósammála um annað.

Í næsta myndbandi fór útsendari Nútímans, Kristín Pétursdóttir, fór á kostum í næsta myndbandi þar sem hún fékk að prufukeyra bíl sem keyrir sig sjálfur. Þið verðið að horfa til að trúa í spilaranum hér fyrir ofan.

Svo erum við byrjuð að birta örstutt og einföld matreiðslumyndbönd. Og það er miklu meira á leiðinni.

Við erum rétt að byrja — fylgist með!

Auglýsing

læk

Instagram