Allt það sem er að SKE 17.08.2016

Góðan daginn.

Í dag er 17. ágúst 2016.

Það eru 136 dagar eftir á árinu.

Á þessum degi árið 1959 kom platan A Kind of Blue út eftir djassarann Miles Davis en hann lét meðal annars eftirfarandi ummæli falla um tónlistina:

„Stundum þarftu að leika á hljóðfærið í langan tíma áður en þú byrjar að leika eins og þú sjálfur.“ („Sometimes you have to play a long time to be able to play like yourself.“)

– Miles Davis

A Kind of Blue skartaði meðal annars lögunum So What og Freddie Freeloader:

Það er allt að SKE í menningarlífinu í kvöld:

1. FJÓRÐU TÓNLEIKARNIR Í TÓNLEIKARÖÐINNI KEX+KÍTÓN Í SAMSTARFI VIÐ ARION BANKA FARA FRAM Á KEX OG SÍSÝ EY OG MILKYWHALE KOMA FRAM. Tónleikarnir fara fram í bókahorni Kexins.

Hljómsveitin Sísý Ey hefur verið starfandi frá árinu 2012 en þá kom út lagið „Ain’t got nobody“ sem naut mikillar vinsælda víða um heim. Nú síðast kom út lagið „Do it good“ hjá húsplötufyrirtækinu breska, Defected. Lagið hefur fengið mjög góðar viðtökur í Bretlandi og víða. Milkywhale spratt fram á sjónarsviðið á Reykjavík Dance Festival sumarið 2015, og ,,sigraði Iceland Airwaves” seinna í nóvember með flutningi sínum, samkvæmt the Reykjavík Grapevine. Milkywhale er samstarfsverkefni FM Belfast meðlimsins Árna Rúnars Hlöðverssonar og Melkorku Sigríðar Magnúsdóttur.

KEX Hostel hefur frá opnun 2011 lagt mikla áherslu á lifandi tónlist og hefur fjöldi íslenskra og erlendra tónlistamanna komið fram á KEX. Samstarfið með KÍTÓN – konur í tónlist undirstrikar og styrkir enn frekar tengsl KEX Hostel við fjölda listamanna og það er svo sannarlega mikið gleðiefni að tengjast KÍTÓN og munu KEX og KÍTÓN bjóða uppá mánaðarlega tónleika undir yfirskriftinni KEX+KÍTÓN.

Hvar: Kex Hostel (Skúlagata 28, 101 Reykjavík)
Hvenær: 21:00-23:00
Aðgangur: Ókeypis

https://www.facebook.com/events/304983839852296/

2. JÓGA Í VATNI (GONGHUGLEIÐSLA Í LAUGARDALSLAUG / TÓNLIST FRÁ DJ YAMAHO). Það verður fullt tungl í kvöld í Laugardalslauginni og í tilefni þess ætlar Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir að halda Gonghugleiðslu í Laugardalslauginni. Allir eru velkomnir meðan pláss leyfir og aðgangseyrir ókeypis fyrir sundlaugargesti (það þarf einvörðungu að greiða fyrir hefðbundna sundferð.) Vatnið er uppspretta hvíldar, vellíðunar og flæðis. Í lokin fer fram hugleiðsla þar sem fólk situr í grunnu lauginni og tekur inn heilandi tóna gongsins undir opnum himni. Engin fyrri reynsla nauðsynleg og fólk á öllum aldri velkomið.

DJ Yamaho
Natalie eða DJ Yamaho hefur tvisvar áður lagt til tónlist í viðburð með Jóga í vatni í Salalaug í Kópavogi og Laugardalslaug við góðar viðtökur. Enda með góða tilfinningu fyrir samsetningu tóna fyrir slíkan viðburð. Hún er í landsliði íslenskra plötusnúða og spilar deep/oldschool-house og minimal/tech. Hún verður því miður ekki með þetta kvöld en við hlustum og njótum góðs af!

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir
Hún hóf að leggja stund á og læra um jóga til sjálfsheilunar árið 2010. Hún hóf að kenna jóga í vatni og spila á gong (paiste symphonic gong) með heilandi áherslu fyrir 4 árum. Hljóð gongsins er töluvert langt utan skilnings hugans og þjónar hún þessu óendanlega hljómfalli á auðmjúkan hátt svo hlustendur móttaki dýpri núvitund og heilun í hjarta og huga. Hún gaf nýverið út gongdiskinn Peace Resound og fæst í Yogashala, Jógasal Ljósheima, Jógasetrinu, Sólum og Systrasamlaginu. Einnig er hægt að senda póst á peaceresound@gmail.com til að panta eintak. Appið Peace Resound er einnig komið út á appstore og hægt er að nálgast hann á itunes og apple music ofl tónlistarveitum.

Hvar: Laugardalslaug (Sundlaugarvegur, 105 Reykjavík)
Hvenær: 19:00-20:00
Aðgangur: Þáttakendur kaupa sér miða ofan í sundlaugina

https://www.facebook.com/events/1564740780488607/

3. FULL MOON YOGA Í SÓLUM. Fulla tunglið í ágúst kallast uppskerutungl. Samkvæmt Sólum er þetta því kjörinn tími til þess að annaðhvort setja sér ásetning um að áorka eitthvað í lífinu eða losa sig við það sem þjónar okkur ekki lengur. Sólir hafa þann heiður að hafa Jimmy Barkan hjá sér þennan mánuðinn þar sem hann leiðir fyrsta heitt jóga kennaranámið á Íslandi. Af því tilefni mun hann leiða heitan jógatíma og slökun á næsta fulla tungli. Komið og njótið með Sólum á fallegu ágústkvöldi og setjið ykkur ásetning fyrir komandi hausti.

Hvar: Sólir (Fiskislóð 53-55, 101 Reykjavík)
Hvenær: 20:00-21:30
Aðgangur: 2.200 ISK

https://www.facebook.com/events/322698974732447/

4. FERSKAR, BRAGÐGÓÐAR UPPSKRIFTIR MEÐ ANI PHYO. Gló býður áhugasömum í námskeið þar sem metsöluhöfundurinn og heilsufrumkvöðullinn Ani Phyo sýnur þátttakendum hversu auðvelt og fljótlegt það er að gera hráfæði fyrir þig, vinina og fjölskylduna. Uppskriftirnar er gerðar með handfylli af innihaldsefnum sem auðvelt er að finna, blönduð eða unnin í matreiðsluvél. Hún mun einnig deila með ykkur hennar lífstíls ráðum um náttúrulega fegurð, umhverfisvænan lífstíl, líkamsrækt og hamingjuna.

Ani Phyo er ekki aðeins metsöluhöfundur, heldur einnig framúrskarandi íþróttakona, heilsufrumkvöðull og viðskiptaráðgjafi. Ani, sem býr í Los Angeles, varð gullverðlaunahafi í kraftlyftingum á SoCal 2013 og er leiðandi afl í heilsuheiminum. Hún hefur skrifað sjö metsölu- og verðlaunabækur, þar á meðal “Ani’s 15-Day Fat Blast”, “Ani’s Raw Food Essentials”, og “Ani’s Raw Food Kitchen,” sem var valin “Best Vegetarian Cookbook USA” af Gourmand International. Hún heldur reglulega hráfæði og hreinsunar námskeið þar sem hún kennir fólki að búa til heilsusamlegan mat fyrir heimilið eða fyrirtækið, en hún leiðbeinir einnig fólki hvernig það á að stofna sitt eigið fyrirtæki í heilsu og lífstílsgeiranum.

Hvar: Gló (Fákafen 11)
Hvenær: 18:00-21:00
Aðgangur: 9.900 ISK

Skráning:https://www.glo.is/verslun/namskeid-og-fyrirlestrar/namskeid/ani-phyo-fresh-savory-recipes-17-agust

5. PUB QUIZ Á LOFT HOSTEL Í UMSJÓN KEITH. Mælt er með því að fólk mæti snemma þar sem það er takmarkað pláss. Hvert lið má innihalda hámark sex liðsmenn. Spurningarkeppnin fer fram á ensku. Bjór og peningur í verðlaun.

Hvar: Loft Hostel (Bankastræti 7, 101 Reykjavík)
Hvenær: 20:00
Aðgangur: 500 ISK

https://www.facebook.com/events/1575411856087222/

6. SÖNGKONAN INGA MARIA HELDUR ÚTGÁFUTÓNLEIKA Á AKRANESI Í GAMLA KAUPFÉLAGINU. Á tónleikunum mun Inga Maria taka öll sín uppáhalds lög ásamt nokkrum glænýjum og frumsömdum lögum. Á dagskrá er heljarinnar veisla sem samanstendur af hinum ýmsu uppákomum. Þar ber til að mynda að nefna Inga Björn, betur þekktur sem Red Robertsson, en hann ætlar að rífa upp stemninguna með raftónlist eins og þið hafið aldrei heyrt áður. Þar á milli ætla þau Mirra Björt og Almar og Demi, sem einmitt öll dönsuðu svo snilldarvel í myndbandinu Take Your Time að mæta og leyfa okkur að njóta danshæfileika sinna.

Hvar: Gamla Kaupfélagið (Kirkjubraut 11, 300 Akranesi)
Hvenær: 20:00
Aðgangur: Ókeypis

https://www.facebook.com/events/171628536592619/

6. DJASS AÐ HÆTTI CAMUS KVARTET Á SÆTA SVÍNINU. Er ekki tilvalið að fagna haustinu með smá djassi í kroppinn að hætti Camus Kvartet?

Hvar: Sæta Svínið (Hafnarstræti 1-3, 101 Reykjavík)
Hvenær: 21:00
Aðgangur: Ókeypis

https://www.facebook.com/events/281735985533446/

7. GAMA Á ROSENBERG. GAMA er listamannsnafn Guillaume Heurtebize frá Nice í Suður-Frakklandi, en hann hefur búið í Amsterdam í meira en áratug. Guillaume er gítarleikari í grunninn og leggur nú rækt við troubadour-hliðarsjálf sitt. Á fyrstu plötu sinni, La Pieuvre, leiðir hann áheyrandann (á frönsku) á súrrealískum flótta undan kolkrabba tímans, sem platan er nefnd eftir. Á leiðinni til tunglsins bregður fyrir geislavirkum spámanni, sofandi börnum, einmana samloku, og hægt er að finna rakspíralykt af Boris Vian, Jean Cocteau og Django Reinhardt.

Guillaume er vel kunnugur Íslandi þótt hann hafi ekki komið fram hér áður sem GAMA, en hann hefur m.a. spilað þónokkrum sinnum hér á landi með hljómsveitinni Secret Swing Society. Á Rosenberg fær Guillaume til liðs við sig félaga sína úr sveitinni: Andra Ólafsson á kontrabassa og Kristján Martinsson á harmónikku.

Hvar: Rosenberg (Klapparstígur 25-27, 101 Reykjavík)
Hvenær: 21:00
Aðgangur: 1.500 ISK

https://www.facebook.com/events/275434882834553/

8. THE MINORITY REPORT Á GAUKNUM. The Minority Report er uppistands-tvíeyki sem samanstendur af Bylgju Babýlons og Jonathan Duffy. Uppistandið er fyndið, fræðandi og svolítið barnalegt á köflum. Jono Duffy er samkynhneigður ástrálskur uppistandari sem flutti nýverið til Íslands til þess að forðast eitraðar könuglær og fyrrverandi eiginmenn sína. Bylgja Babýlons er íslensk leikkona sem rambaði óvart inn á uppistandið fyrir tveimur árum síðan.

Hvar: Gaukurinn (Tryggvagata 22, 101 Reykjavík)
Hvenær: 21:00-00:00
Aðgangur: 2.000 ISK

Miðar: https://midi.is/atburdir/1/9665/The_Minority_Report

https://www.facebook.com/events/326563501020885/

Njótið dagsins!

Kveðja,
SKE

Hér er svo lagið Inside Voices með Mallrat

Auglýsing

læk

Instagram