Auglýsing

Bestu nýársheitin á Twitter

Nýtt ár er hafið. 2017. Það eru 25 ár liðin frá því að Maastricht samkomulagið var undirritað; 100 ár frá sögulegum byltingum í Rússlandi; og 500 ár frá því að Martin Luther festi skjal með 95 greinum á kirkjudyrnar í Wittenberg. SKE tók saman uppáhalds nýársheitin frá Tweet kynslóðinni:

1. Nýársheitið mitt er einfalt: að muna skrifa 2017 en ekki 2016 @_skull_queen_

2. Nýársheit: vinnustofuhrekkur sem er eins góður og þessi. @rshotton

3. Þú munt standa við þitt nýársheit, að sjúga ekki fleiri en 12 skökla, með því að sálast í mars. @frankieboyle

4. Nýársheit: að komast í gott líkamlegt form
Byrjað: u.þ.b. 8 um morgunin, 1. janúar 
Endað: u.þ.b. 8:00:07, 1. janúar
Ástæða: svo erfitt að klæða mig í sokkana @carolJhedges

5. Jæja … hversu margir hafa nú þegar svikið nýársheitin sín? Ég spyr fyrir vin. @PogoWasRigh

6. Nýársheit: að sálast ekki í kjarnorkusprengingu sem orsakaðist af hefnigjörnu egói fitugs hálfvita sem er einskonar Richie-Rich skítabarn @ChuckWendig

7. Nýársheitið mitt er að aðstoða alla vini mína við að þyngjast um 10 kíló svo að ég líti út fyrir að vera grönn. @miffedmim

8. Vinir mínir báðu mig um að strengja nýársheit þess efnis að ég myndi hætta að syngja Wonderwall … ég sagðist ætla hugsa málið. @FormlessHide

9. Nýársheitið mitt er að hætta efast um sjálfa mig en ég ætti sennilega að strengja mér betra heit vegna þess að þetta er ömurlegt. @caraweinberger

10. Nýársheitið mitt er að hætta hlæja í þessar auka fimm mínútur eftir að allir aðrir eru hættir að hlæja. @ddeannna

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing