„Framtíð popptónlistarinnar“ flytur „King of Everything“ í Vevo DSCVR

Líkt og fram kom fyrr á þessu ári á SKE er hinn ungi Dominic Fike helsta vonarstjarna bandarískrar popptónlistar um þessar mundir; í apríl birti blaðakonan Carrie Battan t.a.m. grein á vefsíðu New Yorker undir yfirskriftinni Þokukennd framtíð popptónlistarinnar holdi klædd, þar sem Fike var til umfjöllunar.

Nánar: https://www.newyorker.com/culture/cultural-comment/the-twenty-three-year-old-who-embodies-the-hazy-future-of-pop-music

Í grein sinni segir Battan að hinn 23 ára gamli Fike—sem er frá suður-Flórída—sé, að mati margra, á barmi heimsfrægðar: „Þó svo að þú hafir ekki heyrt nafn hans getið þá munt þú ekki hætta að heyra um hann (eða tónlist hans) eftir sex mánuði eða ár—að minnsta kosti samkvæmt áhrifaaðilum innan tónlistarbransans.“

Í dag má segja að Battan hafi verið sannspá; tónlist Fike hljómar iðulega í íslensku útvarpi (er mér sagt) og hefur lagið hans 3 Nights notið mikilla vinsælda á Spotify sem og annars staðar. Í því samhengi er þess virði að minnast á nýtt myndband sem birtist á Youtube-rás Vevo DSCVR í gær (19. ágúst) þar sem Fike flytur lagið King of Everything (sja hér að ofan). Lagið er að finna á stuttskífunni Don't Forget About Me, Demos sem Fike gaf út árið 2018.

Þess má einnig geta að Fike hefur gefið út þrjú lög í ár: Phone Numbers, Acaí Bowl og Rollerblades.

Auglýsing

læk

Instagram