Kilo gefur út nýja plötu og nýtt myndband: „​Ég er ógeðslega þakklátur.​“​

Íslenskt

Tæpt ár er liðið frá því að rapparinn Kilo gaf út myndband við lagið Magnifico en síðan þá hafa eflaust margir beðið með ákveðinni eftirvæntingu eftir nýju efni frá þessum hæfileikaríka rappara; myndbandið fékk góðar viðtökur meðal unnenda íslensks rapps og hafa notendur Youtube horft á myndbandið rúmlega 50.000 sinnum í þessum rituðu orðum.

Í dag (10. ágúst) gaf rapparinn út myndband við lagið Trap Out (sjá hér fyrir ofan) en um ræðir nýtt lag á nýrri plötu sem einnig kom út í dag, White Boy of the Year. Lagið pródúseraði BLCKPRTY og var það Balatron sem sá um hljóðblöndun og masteringu – en hinn fyrrnefndi leikstýrði einnig myndbandinu sjálfu. 

Í samtali við SKE í morgun var Kilo stuttorður hvað nýju plötuna og myndbandið varðar:

„Ég er í raun bara ógeðslega þakklátur fyrir alla þá sem hjálpuðu mér að komast á þann stað sem ég er á í dag. Það er bara það.“

– Kilo

Það verður nóg að gera hjá Kilo hvað kynning á nýja laginu, myndbandinu og plötunni varðar en hann verður gestur þriggja útvarpsþátta í dag (á FM, X-inu og Áttunni). 

Þess má einnig geta að Kilo lítur við í útvarpsþáttinn Kronik á X-inu 977 næstkomandi laugardagskvöld. 

Hér fyrir neðan geta áhugasamir hlýtt á nýju plötuna á Spotify.

Auglýsing

læk

Instagram