Gefur ágóða þeirra kvikmynda sem Weinstein framleiddi til kvennasamtaka

Fréttir

Í kjölfar ásakana fjölda kvenna á hendur kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein um kynferðislegt áreitni hefur kvikmyndagerðarmaðurinn Kevin Smith ákveðið að gefa, héðan í frá, allan ágóða þeirra kvikmynda sem hann framleiddi í samstarfi við Weinstein til samtakanna Women in Film. 

Ræddi Smith þetta fyrirheit sitt í hlaðvarpinu Hollywood Babble-On í síðustu viku (sjá hér fyrir ofan, ca. 1:26:00):

„Gjörvallur ferill minn er nátengdur þessum manni … Þetta hefur verið skrítinn vika. Það eina sem mig langaði að gera var að búa til kvikmyndir … Engin kvikmynd er þess virði. Allur minn ferill, skítt með hann, þú mátt eiga hann … ég veit að þetta er ekki mér að kenna, en ég hjálpaði ekki til; ég talaði um þennan mann eins og að hann væri hejta, eins og að hann væri vinur minn, eins og að hann væri faðir minn.“

– Kevin Smith

Líkt og fram kemur í grein sem birtist á vefsíðunni Deadline.com síðastliðinn 18. október þá voru samtökin Women in Film stofnuð með það fyrir stafni að styðja við konur í kvikmyndaiðnaðinum. Samtökin halda meðal annars til haga tölfræðilegum gögnum er varða hversu margar konur starfa sem leikstjórar, handritshöfundar eða framleiðendur í Hollywood. 

Nánar: https://deadline.com/2017/10/ha…

Nánar: https://womeninfilm.org/

Samkvæmt greininni hyggst Kevin Smith ræða framlag sitt nánar við Women in Film á komandi misserum.

Ferill Smith sem kvikmyndagerðarmaður hófst árið 1994 með kvikmyndinni Clerks sem fyrirtækið Miramax framleiddi en Harvey Weinstein stofnaði Miramax með bróðir sínum, Bob, árið 1979 en Walt Disney keypti fyrirtækið árið 1993; þó stýrðu bræðurnir fyrirtækinu til ársins 2005 (https://en.wikipedia.org/wiki/…). Miramax framleiddi einnig myndirnar Chasing Amy, Jay and Silent Bob Strike Back og Jersey Girl. Síðar sá Harvey Weinstein, undir formerkjum fyrirtækisins The Weinstein Company, um framleiðslu kvikmyndanna Clerks II og Zack and Miri Make a Porno og var hann einnig á bak við hina umdeildu Dogma. 

https://www.indiewire.com/2017/…

Auglýsing

læk

Instagram