Imagine Dragons „skítlélegasta hljómsveit jarðar“​ að mati gítarleikara Slayer

Fréttir

Að segja að hljómsveitin Imagine Dragons hafi troðið upp síðastliðinn 7. janúar—í hálfleik úrslitaleiks bandarísku háskóladeildarinnar í ruðningi (sjá hér að ofan)—er að fara með ósannindi, samkvæmt Gary Holt, gítarleikara hljómsveitanna Slayer og Exodus.

Kom þetta fram í færslu sem Holt ritaði á Instagram í kjölfar tónleikanna (Holt eyddi síðar færslunni):

„Ég var að ljúka við að horfa á tónleika Imagine Dragons, í hálfleik úrslitaleiks bandarísku háskóladeildarinnar í ruðningi, vegna þess að ég varð að upplifa þetta af eigin raun. VINSAMLEGA hættið að kalla þessa skítlélegustu hljómsveit jarðar ,rokk.’ Þetta er einfaldlega lélegasta afsökun fyrir hljómsveit sem ég hef heyrt. Uggggh. Hreint út sagt hræðilegt. Ég legg það ekki fyrir vana að tala illa um tónlistarmenn—en þar sem þeir geta ekki, með réttu, titlað sig tónlistarmenn, þá mega þeir eiga sig!!!“

– Gary Holt

Athygli vekur að Holt minnist ekki á rapparann Lil Wayne, sem flutti lagið Believer með Imagine Dragons. 

Nánar: https://loudwire.com/gary-holt-…

Hljómsveitin Imagine Dragons var stofnuð árið 2012. Sveitin hefur gefið út fjórar hljóðversplötur sem hafa notið mikilla vinsælda. Netverjar hafa til að mynda horft á myndbandið við lagið Thunder rúmlega milljarð sinnum. 

Hér fyrir neðan er svo ein fallegasta ábreiðan af laginu Raining Blood, eftir hljómsveitina Slayer, á Youtube. 

Auglýsing

læk

Instagram