„Jákvæð teikn á lofti“—David Byrne stofnar nýtt veftímarit: „Reasons to Be Cheerful“⁠

Auglýsing

Tónlistarmaðurinn David Byrne (Talking Heads) hefur komið á fót nýju veftímariti sem ber heitið Reasons to Be Cheerful. Líkt og heiti veftímaritsins gefur til kynna er markmið Byrne—sem og ritsjórnarteymi hans—að birta fréttir sem veita lesendum andlega uppörvun sem og ástæður til bjartsýni (sjá kynningarmyndband hér að neðan).

Nánar: https://reasonstobecheerful.world/

Ristjórn RTBC hyggst fara um víðan völl og fjalla um heilbrigðismál, vísindi, tækni, menningu, umhverfismál, hagfræði o.fl. Síðar meir mun veftímaritið einnig framleiða myndbönd og hlaðvörp. RTBC er fyrsta verkefnið sem sjóður Byrne Arbutus Foundation gefur út (sjóðurinn er ekki rekinn í hagnaðarskyni).

Auglýsing

Líkt og fram kom í tilkynningu frá Byrne vonast hann eftir því að tímaritið vegi upp á móti þeirri neikvæðni sem er iðulega í fyrirrúmi á netinu:

„Manni finnst oft eins og að heimurinn sé á leið rakleiðis til helvítis. Ég vakna á morgnana, glugga í dagblaðið og hugsa: ,Ó, nei!' Svo er ég oft þunglyndur það sem eftir er dags. Ég ímynda mér að mörg ykkar líði eins. Um daginn áttaði ég mig á því að þetta væri ekki til gagns; það breytist ekkert ef maður er dofinn. Í tilefni þess, sem einskonar lausn, eða þerapía, þá byrjaði ég að sanka að mér jákvæðum fréttum. Ég er ekki að tala um lágkúrulegar, innihaldslausar fréttir, heldur greinar sem fengu mig til að hugsa: ,Hey! Það er ýmislegt jákvætt að gerast! Fólk er að leysa vandamál og láta til sín taka!' Ég byrjaði að segja fólki frá því sem ég fann. Viðbröðgin voru mjög jákvæð og ákvað ég í kjölfarið að stofna veftímaritið Reasons to Be Cheerful. Ég byrjaði að skrifa. Síðar meir kom svo hugmynd um að gera þetta aðeins formlegra. Svo við stofnuðum teymi í kringum verkefnið og byrjuðum að taka við aðsendum greinum. Við hönnuðum síðuna upp á nýtt … markmið síðunnar er að vekja athygli á því að það eru, í raun, fjölmargar ástæður til bjartsýni …“

– David Byrne

Nánar: https://pitchfork.com/news/david-byrne-announces-new-online-magazine-reasons-to-be-cheerful/

Hér fyrir neðan er svo lagið This Must Be the Place eftir Talking Heads.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram