Jay-Z og Beyonce voru ekki að mótmæla – þau voru að vinna

Auglýsing

Hjónin Jay-Z og Beyonce vöktu athygli á Superbowl leiknum um helgina fyrir að sitja í gegnum þjóðsönginn í stað þess að standa upp grátandi með hönd í hjartastað, svona eins og flestir þjóðerniselskandi Ameríkanar gera. Voru þau að mótmæla lögregluofbeldi eins og Colin Kaepernick? Hata þau kannski bara land sitt og þjóð? Nei. Samkvæmt Jay-Z var ekkert af þessu satt.

Þau voru bara að sinna vinnunni sinni eins og slúðurvefurinn TMZ segir frá.

Málið er nefnilega það að Roc Nation, fyrirtæki Jigga, sér um alla músík á Ofurskálinni. Demi Levato að góla þjóðsöng Bandaríkjanna var því á ábyrgð okkar manns og því sat hann þarna í einskonar gæðatjekki á frammistöðunni. Taktu þér nú smá frí, Jay.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram