Kendrick Lamar kveður Kobe Bryant

Auglýsing

Kobe Bryant spilar sinn síðasta leik fyrir Los Angeles Lakers í kvöld, 13 apríl, en þetta er tuttugasta tímabil Bryant með liðinu (enginn leikmaður hefur spilað jafn lengi með sama liðinu). Kobe Bryant skrifaði undir samning við Lakers aðeins 16 ára gamall, þá nýútskrifaður úr menntaskóla. Undir forystu hans hefur Los Angeles Lakers unnið úrslitakeppni NBA samtals fimm sinnum.

Í tilefni þess fékk sjónvarpsstöðin ESPN rapparann Kendrick Lamar til þess að ljá rödd sína í þetta ljóðræna kveðjumyndband. Myndbandið ber titilinn Fade to Black og er sérstaklega fallegur óður til „svörtu mömbunnar.“

Tónlistin sem hljóðar í bakgrunn myndbandsins er lagið Untitled 07 / Levitate af safnplötunni Untitled Unmastered eftir Kendrick Lamar.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram