„Leiklistin alltaf verið rosalega nálægt mér.“—SKE kíkir á rúntinn með Snæfríði Ingvarsdóttur

Í bílnum

Nýverið fór SKE á rúntinn með leikkonunni Snæfríði Ingvarsdóttur en rúnturinn var liður í myndbandsseríunni Í bílnum (sjá hér fyrir ofan) þar sem SKE ræðir við listakonur og menn á ferðinni um götur Reykjavíkur.

Snæfríður Ingvarsdóttir hefur getið sér gott orð á sviði Þjóðleikhússins síðastliðin misseri og hefur leikið í verkum á borð við Slá í gegn, Tímaþjóf, Svartalogn og Fjarskaland. Líkt og fram kemur í viðtalinu er Snæfríður dóttur leikaranna Ingvars E. Sigurðssonar og Eddu Arnljótsdóttur:

„Leiklistin var alltaf rosalega nálægt mér vegna þess að ég elst upp í þessu umhverfi. Ég var meira að segja í sýningum, þegar ég var yngri, í Þjóðleikhúsinu. Ég þekkti þennan heim vel þegar ég var lítil.“

– Snæfríður Ingvarsdóttir

Auglýsing

læk

Instagram