„Lengri lotur og olnbogar“ – fyrsti atvinnubardagi Bjarka Þórs um helgina

[the_ad_group id="3076"]

Fólk

Bjarki Þór Pálsson hefur beðið í átta mánuði eftir fyrsta atvinnumannabardaganum. Nú er stóra stundin loksins runnin upp. Næstkomandi laugardag 30. júlí stígur Bjarki inn í hringinn á Shinobi War 8 bardagakvöldinu í Liverpool. Bjarki fer til Liverpool ásamt tveimur öðrum Mjölnismönnum, þeim Bjarka Ómarssyni og Agli Hjördísarsyni. Í tilefni Shinobi War 8 heyrði SKE í Bjarka og lagði fyrir hann nokkrar viðurkvæmilegar spurningar:

Sæll, Bjarki. Hvað er helst í fréttum?

Ég er að fara keppa um helgina. Það er svona það helsta úr mínu lífi þessa dagana.

[the_ad_group id="3077"]

Alveg rétt: Þú keppir á Shinobi War 8 bardagakvöldinu þann 30. júlí í Liverpool. Hvernig leggst þetta í þig?

Ótrúlega vel. Undirbúningurinn er búinn að vera frábær og hef bætt mig mikið frá því á Evrópumótinu!

Þetta er fyrsti atvinnubardaginn þinn. Breytir það miklu?

Nei, ekki miklu. Eina sem breytist eru lengri lotur og olnbogar – þannig að ég hef bætt þreki og olnbogum inni í rútínuna.

Þú mætir Adam Szczepaniak úr Sk Fight Club. Hefðurðu kynnt þér bardagastíl Adams eða undirbúið þig sérstaklega fyrir bardagann?

Nei, fann lítið um hann enda skiptir það ekki máli. Ég þarf að hafa trú og traust á mína tækni.

Þú ferð út ásamt tveimur öðrum Mjölnismönnum, þeim Bjarka Ómarssyni og Agli Øydvin Hjördísarsyni. Hvernig er mórallinn í hópnum?

Mórallinn er frábær á æfingum; við æfum stíft og höfum gaman!

Þú deildir nýverið mynd af þér í sjósundi. Ertu mikið í sjónum?

Já, ég reyni að fara á hverjum laugardegi eftir erfiða æfingaviku. Það er fátt betra.

Hvað þarftu að gera til þess að fá samning hjá UFC?

Berjast vel og sigra nokkra bardaga – þá er eg mættur.

Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi?

Vakna, starfa sem einkaþjálfari í Mjölni fram að hádegi, svo æfi ég sjálfur. Eftir það borða ég á Gló og held áfram að þjálfa. Svo er það önnur æfing um kvöldið. Svo fer ég heim, borða og sofna! Mjög spennandi, en reyni einnig að gefa mér tíma fyrir fjölskylduna og vinina; það er mér mjög mikilvægt.

Er mantran ennþá „pain is temporary, glory is forever“?

Haha, já hún er þarna ennþá. Gríp í hana ef þess þarf!

Eitthvað að lokum?

Minni á Instagram síðuna mína @Thormma og Facebook síðuna mína Thor Palsson. Þar getið þið fylgst með því sem er í gangi.

Einnig vil ég þakka styrktaraðilum sem og fjölskyldu og vinum. Mjölnir MMA, Macland, Drunk Rabbit, ThermoTec, Útfarastofa Íslands, Gló, Hairbond, Kraftafl, Irezumi Ink Iceland, Réttskil, USN Iceland, Papco, Rvkhair.

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband þar sem strákarnir spjalla við MMA Fréttir um leiðina að búrinu.

Auglýsing

læk

Instagram