„Lífið eftir nauðgun er stanslaust stríð.“

Auglýsing

Íslenskt

Síðastliðinn laugardag (6. maí) sendi rapparinn Countess Malaise frá sér myndband við lagið Skip A Case (sjá hér fyrir ofan). Lagið pródúseraði Lord Pusswhip og verður að finna á væntanlegri plötu Pusswhip, Church Ov Ambiguity. 

Lagið fjallar um nauðgunarmenningu og ofbeldi en í tilkynningu sem fylgdi útgáfu myndbandsins á Facebook ritaði Malaise (Dýrfinna Benita) eftirfarandi orð: 

„Í dag er ég að deila með ykkur Skip A Case sem lýsir reiði minni gagnvart réttarkerfinu á Íslandi og gremju minni gagnvart fólki sem hlustar ekki á þolendur nauðgunar og kynferðislegs áreitis. Spurningar um klæðaburð og lauslæti hefur ekkert með nauðgun að gera. Konur og karlar mega vera sexí og kynferðisleg án þess að því sé nauðgað. Styrkurinn sem maður þarf að öðlast eftir svona árás er lífsnauðsynlegur til þess að geta haldið áfram. Lífið eftir nauðgun er í raun það sem brýtur mann niður og er stanslaust stríð.“

– Dýrfinna Benita

Auglýsing

Einnig hvetur Malaise karlmenn til þess að sýna konum innan tónlistarsenunnar, sem og almennt, aukinn stuðning:

„Nýverið hefur verið talsverð umræða um konur í hiphoppi á Íslandi. Það sem ég vil draga úr þessu öllu er að það er klárt mál að við þurfum að leggja mun meira á okkur til þess að fá virðinguna sem við eigum skilið og það er ekki sanngjarnt. Við konur þurfum að standa saman og þið karlar þurfið að opna eyrun og sýna stuðning líka. Ekki bara í tónlist, í öllu.“

– Dýrfinna Benita

Myndbandið leikstýrði Malaise sjálf í samstarfi við Valdemar Árna Guðmundsson.

Síðast gaf Countess Malaise út lagið Snooze á Soundcloud en SKE spjallaði við rapparann stuttu eftir útgáfu lagsins.

Nánar: https://ske.is/grein/lag-um-nau…

Hér fyrir neðan eru svo nokkur skjáskot úr myndbandinu við lagið Skip A Case. 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Sænsk möndlukaka

Sænsk möndlukaka

Instagram