Auður flytur plötuna Alone í einni töku

Tónlistamaðurinn Auður sendi frá sér plötuna Alone síðastliðinn 3. febrúar. Samhliða útgáfunni frumsýndi hann myndband sem tekið var upp í einni samfelldri töku þar sem hann flytur plötuna í beit (sjá hér fyrir neðan).

Platan inniheldur níu lög og er aðgengileg á Spotify: 

1. Don’t Go
2. Another One
3. 3D
4. Both Eyes on You
5. When It’s Been a While
6. South America
7. Voices
8. Alone
9. Home

SKE spjallaði við Auður í fyrra í tengslum við útgáfu lagsins Both Eyes on You, sem er að finna á plötunni, en í viðtalinu lýsti hann plötunni á eftirfarandi veg: 

„Þetta er konseptplata um … tímabil í lífi mínu þar sem kærastan mín (var) erlendis og ég (bjó) einn í nokkra mánuði á Völlunum í Hafnarfirði.

– Auður

Einnig fjallaði RÚV stuttlega um plötuna í síðustu viku en í grein á heimasíðu RÚV stendur: „Auðunn Lúthersson byrjaði tónlistarferil sinn í harðkjarna – og hávaðarokksveitum. Eftir að hafa séð James Blake á Sónar 2013 umpólaðist hann í raftónlistarmanninn AUÐUR og er nú tilbúinn að gefa út frumraun sína, Alone. AUÐUR gaf reyndar gestum Iceland Airwaves tækifæri á forhlustun á plötunni á Austurvelli ala Pokémon GO og veiddu hátt í 4.000 manns plötuna með farsímum sínum þá.“

Hér fyrir neðan má  sjá myndband við lagið Both Eyes on You. 

Auglýsing

læk

Instagram