Vafasamur „playlist-i“ Bandaríkjaforseta?

Sem aðstoðarritstjóri nóvember útgáfu tímaritsins Wired, ljóstraði forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, upp um þau lög sem hann hlustar helst á í ræktinni. Lagalistinn, sem inniheldur 10 lög, skartar lögum frá listamönnum á borð við Jay-Z, Drake, Nina Simone, Sting o.fl.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Obama deilir uppáhalds tónlist sinni með alþjóð en í ágúst á þessu ári deildi hann sumar „playlist-anum“ sínum á vefsíðu Hvíta Hússins. Sá listi innihélt lög eftir tónlistarmenn eins og Chance the Rapper, Wale, Leon Bridges, Pharrell, Common o.fl.

Hér fyrir neðan má hlýða á fyrrgreindan 10 laga „playlist-a“ en SKE setur sérstakt spurningarmerki við lagið Emergency eftir Icona Pop; vafasöm ákvörðum hér á ferð, en vissulega er smekkur manna mismunandi (þetta er bara svo óforsetalegt lag). Neðst á síðunni er svo hlekkur á lagalistann á Spotify:










https://open.spotify.com/embed/user/wired./playlis…

https://open.spotify.com/user/wired./playlist/65I0…

Auglýsing

læk

Instagram