Skam verður hluti af menningararfi Noregs

Handrit norsku sjónvarpsþáttanna vinsælu Skam verður varðveitt í Landsbókasafni Noregs sem hluti af menningararfi þjóðarinnar. Frá þessu er greint á vef sænska ríkisútvarpsins SVT.

Tvö handrit úr þriðju þáttaröð Skam verða varðveitt á Landsbókasafni Noregs ásamt glósum Julie Andem, höfundar og leikstjóra þáttanna. Með þessu munu þættirnir öðlast varanlegan sess sem hluti af norskum menningararfi en þetta er gert með hag komandi kynslóða og aðdáenda þáttanna í huga.

Sjá einnig: Eini Íslendingurinn sem starfar við SKAM segir að vinsældir þáttanna séu engin tilviljun

Skam þættirnir slógu í gegn á Norðurlöndunum og síðar um allan heim. Bandarísk útgáfa þáttanna hóf göngu sína fyrir stuttu síðan en einnig hafa verið framleiddar ítalskar og franskar útgáfur af þáttunum.

 

Auglýsing

læk

Instagram