Endurgerð á Buffy The Vampire Slayer væntanleg

Von er á endurgerð á sjónvarpsþáttunum vinsælu um Buffy vampírumorðinga eða Buffy The Vapire Slayer eins og þættirnir heita á frummálinu. Greint var frá þessu á Comic Con-ráðstefnunni sem stendur nú yfir í San Diego í Bandaríkjunum.

Þættirnir um Buffy slógu í gegn fyrir um 20 árum og voru í loftinu frá 1997 til 2003. Sarah Michelle Geller lék hina yndælu Buffy Summers sem var nemi í Sunnydale High School á daginn en slóst við vampírur og djöfla á kvöldin.

Joss Whedon, sem upphaflega var höfundur þáttanna, mun koma að framleiðslu nýju þáttaraðarinnar og Monica Owusu-Breen skrifar handritið en hún hefur áður skrifað handritið að þáttum eins og Lost, Alias og Agents of S.H.I.E.L.D.

Þættirnir munu vera fjölbreyttari en upphaflegu þættirnir þar sem leikarar af mismunandi uppruna leika í þáttunum. Hin nýja Buffy verður meðal annars leikin af svartri leikkonu þó ekki sé búið að ráða neinn í hlutverkið enn þá.

Gleði sumra aðdáenda leyndi sér ekki þegar fréttir af endurgerð þáttanna bárust

Öðrum fannst óþarfi að endurgera meistaraverk

Hins vegar ef handritshöfundar gera þetta rétt gæti þetta orðið annað meistaraverk

https://twitter.com/Kee029/status/1020460229757231104

Þeir sem vilja rifja upp gömul kynni við upphaflegu Buffy geta horft á þetta myndband þar sem farið er yfir ógleymanleg atriði í þáttunum

Auglýsing

læk

Instagram