Guðni lét senda kindina Flugfreyju með flugi: „Hún er ekkert lamb að leika sér við“

Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, lét um helgina senda forystukind frá Húsavík til Reykjavíkur. Kindin fékk nafnið Flugfreyja en fjallað var um málið í fréttum Rúv.

Guðni sagði í samtali við Rúv að Flugfreyja væri einstök. „Norður-Þingeyingar rækta besta forystufé á Íslandi, þennan einstæða stofn sem hvergi er til, hefur mannsvit. Bandaríkjamenn eiga svona kindur og segja að þær séu vitrari en allir prófessorar og stjórnmálamenn Bandaríkjanna. Íslenskar forystukindur. Þetta sögðu þeir mér þegar ég var landbúnaðarráðherra,“ sagði Guðni.

Guðni hélt áfram: „Hún er ekkert lamb að leika sér við en mér er sagt að hún hafi skráð sig sjálf inn og stjórnað fluginu suður með glæsilegum flugmanni.“

Sjáð viðtalið við Guðna hér. 

Auglýsing

læk

Instagram