Spaugstofan var kærð fyrir GUÐLAST árið 1997 – „Fyndið“ að sjá hverjir kærðu þá!

Karl Ágúst Úlfsson sagði frá því á Facebook að Spaugstofan hafi verið kærð fyrir guðlast árið 1997 – sem kom mér á óvart þar sem ég hélt einhvern veginn að á þeim tíma þá hefðum við verið frjálsari land en svo að það gæti gerst.

En það sem kom mest á óvart og er „fyndið“ að sjá, er hverjir það voru sem kærðu Spaugstofuna:

Árið 1997 var Spaugstofan kærð fyrir guðlast eftir að hafa skopast að guðspjöllunum og þurfti að sæta lögreglurannsókn fyrir vikið. Þeir sem stóðu að kærunni voru Herra Ólafur Skúlason biskup og Séra Þórir Stephensen. Hvað er skakkt við þessa mynd?

Auglýsing

læk

Instagram