„​​Eðlilegt að líða illa:“​ SKE kynnir nýtt myndband frá Ásu – „Broken Wings“

Íslenskt

Tæpt ár er liðið frá því að söngkonan Ása gaf út myndband við lagið Paradise Love á Youtube – en lagið var jafnframt fyrsta lagið sem söngkonan sendi frá sér. 

Í kjölfarið fylgdi hún Paradise Love eftir með lögum á borð við Always og Crocodile Tears sem hafa uppskorið góðar móttökur.

Nýjasta lag Ásu gefur fyrrnefndum lögum ekkert eftir en lagið ber tititlinn Broken Wings (sjá hér fyrir ofan) og var leikstjórn myndbandsins í höndum Viktor Bogdanski. 

Í samtali við SKE í morgun sagði söngkonan að lagið fjallaði um þunglyndi og það „að vera fastur í hausnum á sér“:

„Hugurinn getur verið fangelsi fyrir slæmar hugsanir og það er svo mikilvægt að snúa þeim ekki frá sér heldur takast á við þær. Ég er að reyna lýsa þeirri baráttu sem margir glíma við á hverjum degi. Mig langar að lagið sé einhvers konar huggun; það er svo eðlilegt að líða illa eins og það er eðlilegt að líða vel. Þetta er oft svo mikið feimnismál – og oft ákveðin skömm sem fylgir því að geðheilsan sé ekki upp á 10.“

– Ása

Hér fyrir neðan er svo hlekkur á viðtal SKE við Ásu frá því í fyrra:

https://ske.is/grein/johnny-cas…

Auglýsing

læk

Instagram