Emmsjé Gauti tekur Strákarnir LIVE í Kronik

Emmsjé Gauti var gestur Benna B-Ruff og Robba Kronik í útvarpsþættinum Kronik á X-inu 977 síðastliðið laugardagskvöld (3. desember). Gauti var í miklu stuði, ræddi meðal annars plöturnar Vagg & Velta og 17. nóvember, ásamt því að fara yfir markaðssetningu rapptónlistar og samkeppni í þeim efnum hér á landi. Aðspurður út í næstu plötu, tilkynnti Gauti hlustendum að það væri smá bið í að ný hljóðversplata yrði gefin út:

„Ég held að ég leyfi mér að taka allavega eitt og hálft ár í næstu plötu.“

– Emmsjé Gauti

Þessi yfirlýsing fór ekki sérdeilis vel í Robba Kronik, sem spurði Gauta hvort að hann væri farinn að líta á sjálfan sig sem erlenda rappstjörnu:

„Eitt og hálft ár! God damn! Rólegur, Jay-Z.“ 

– Robbi Kronik

Að viðtalinu loknu flutti hann lagið Strákarnir í beinni. SKE var á staðnum og tók upp myndband af herlegheitunum (efst á síðunni má sjá flutninginn í heild sinni.)

Auglýsing

læk

Instagram