Logi Einars notaði orð Svandísar Svavars gegn Svandísi Svavars og þingheimur grenjaði úr hlátri

Þingmenn hafa í dag tekist á um nýtt frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar sem lækkar veiðigjöld um tæpa þrjá milljarða króna. Er það gert til að koma til móts við versnandi afkomu greinarinnar og lítil og meðalstór fyrirtæki.

Í umræðum í morgun steig Logi Einarsson upp í pontu og las upp færslu þar sem veiðigjöldunum var mótmælt harðlega. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Síðar kom í ljós að færslan var ekki eftir hann heldur var þetta gömul færsla eftir Svandísi Svavarsdóttur, sem er í dag heilbrigðisráðherra. Þingheimur grenjaði úr hlátri og Logi gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega.

Auglýsing

læk

Instagram