A Song Called Hate besta myndin í Gautaborg

Eini áhorfandinn í Gautaborg valdi A Song Called Hate bestu myndina.
 
Sænski hjúkrunarfræðingurinn Lisa Enroth fékk að vera eini áhorfandinn á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg þetta árið. Hún eyddi einni viku á eyjunni Pater Noster og horfði á 30 myndir. Í útvarpsviðtali við kanadísku útvarpsstöðina CBC sagði hún að íslenska heimildamyndin A Song Called Hate hefði staðið upp úr hjá henni. 
 
„Þessi íslenska mynd sem fjallar um ákvörðun íslensku hljómsveitarinnar í Eurovision 2019 að veifa palestínska fánanum talaði sterkast til mín,“ sagði Lisa Enroth aðspurð um bestu myndir hátíðarinnar. Hér má hlusta á viðtalið í heild sinni https://tinyurl.com/u9sa47ee
 
Þeir sem vilja sannreyna meðmæli Lisu Enroth með myndinni geta séð hana í Háskólabíói þar sem hún er sýnd daglega til fimmtudagskvöldsins 11. mars nk.  
Myndin verður einnig sýnd í Bíóhöllinni á Akranesi á fimmtudagkvöldið og í Alþýðuhúsinu og Ísafirði 1. april nk. 
Auglýsing

læk

Instagram