Af­mælis­tón­leik­ar hljóm­sveit­ar­inn­ar Skíta­mór­als verða haldn­ir í Hörpu 26. júní

Fyrsta stóra gigg sumarsins verður líkast til í Hörpu þann 26.júní næstkomandi þegar hljómsveitin Skítamórall fær loksins að fagna 30 ára afmæli sínu sem til stóð að gera þann 9. maí áður en Covid-19 lagðist yfir heiminn.

Hljómsveitin ætlar á þessum stórtónleikum að fagna 30 ára starfsafmæli og þar mun sveitin spila öll sín vinsælustu lög og spila þau nákvæmlega eins og um risa sveitaball væri að ræða. Strákarnir hafa engu gleymt og nú ætla þeir að líta um öxl og halda tónleika í Eldborg. Umgjörðin verður hin glæsilegasta og engu til sparað við að búa til ógleymanlega kvöldstund sem enginn sannur Skímó aðdáandi má láta fram hjá sér fara. Miðasala er inná Harpa.is og eitthvað örlítið til af miðum ennþá.

En öllu gamni fylgir einhver alvara og Eldborgarsalnum verður skipt í svæði miðað við gildandi hámarksfjölda sem líkur eru á að verði a.m.k. 500 manns á þessum tíma. Inngangar í salinn verða aðgreindir fyrir mismunandi hópa og sömuleiðis salerni og veitingasala. Nokkur skilgreind svæði verða í boði fyrir þá sem óska eftir að fá sæti með tveggja metra fjarlægð. Allir áður keyptir miðar munu gilda áfram.

Þeim miðahöfum sem vilja fylgja tveggja metra viðmiði er bent á að hafa samband við miðasölu Hörpu midasala@harpa.is eða í síma 5285050 sem allra fyrst til að fá úthlutaða nýja miða.Framboð er takmarkað.

Auglýsing

læk

Instagram