https://www.xxzza1.com

Allir fyrirhugaðir tónleikar Senu Live fara fram:„Krafa um neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi“

„Í ljósi þess að í dag taka gilda hertar aðgerðir er okkur ljúft og skylt að staðfesta að allir tónleikar Senu Live á næstu mánuðum geta farið fram vandræðalaust,“ segir í tilkynningu frá Senu Live. En fyrirhugaðir tónleikar eru meðal annars: Andrea Bocelli, Jólagestir, Björk Orkestral, og Jól með Jóhönnu

Skipulagning tónleikanna gerði ráð fyrir mismunandi veruleikum hvað varðar samkomutakmarkanir.

Á öllum tónleikum sem framundan eru á vegum Senu Live verður krafa um neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi sem er í mesta lagi 48 tíma gamalt. Hraðprófin eru gjaldfrjáls, taka ekki langan tíma í framkvæmd og niðurstöður berast í símann á um 15 mínútum. Fólk sýnir neikvæða niðurstöðu í símanum við inngang. Þeir sem fá jákvæða niðurstöðu mæta að sjálfsögðu ekki á tónleikana og eiga rétt á endurgreiðslu. Hraðprófin eru aðgengileg víða um höfuðborgarsvæðið og fyrir norðan.

Stærri tónleikum er skiptir upp í sóttvarnarsvæði þar sem hámark 1.500 manns verða í hverju svæði.

Þar með er verið að fylgja núverandi sóttvarnar reglum út í ystu æsar og hægt er að halda alla þessa tónleika á öruggan hátt.

Upplýsingar um allar stöðvar þar sem hægt er að nálgast hraðpróf má finna á vef landlæknis.

Tónleikagestir sem geta sýnt fram á jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi geta fengið miðann sinn endurgreiddan en beiðnin þarf að berast á info@tix.is / midasala@harpa.is fyrir kl. 12 á tónleikadag.

Auglýsing

læk

Instagram