Aron Mola og Rakel flytja lagið Rómeó og Júlía

Auglýsing

Fyrsta tóndæmið úr söngleiknum Níu líf, sem fjallar um líf Bubba Morthens í tali og tónum, var frumflutt í vikunni þegar ný útgáfa af laginu Rómeó og Júlía var gefin út. Lagið syngja þau Aron Már Ólafsson og Rakel Björk Björnsdóttir og hljómsveit sýningarinnar, undir stjórn tónlistarstjórans Guðmundar Óskars, spilar undir.

Ólafur Egill Egilsson er höfundur söngleiksins og leikstjóri sýningarinnar og leikarar í verkinu eru þau Aron Már Ólafsson, Björn Stefánsson, Esther Talia Casey, Halldóra Geirharðsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Jóhann Sigurðarson, Rakel Björk Björnsdóttir og Valur Freyr Einarsson. Söngleikurinn verður frumsýndur föstudaginn 13. mars.

Hér fyrir neðan má sjá Aron og Rakel flytja lagið Rómeó og Júlía.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram