Ásgeir snýr aftur með íslenskt efni

Auglýsing

Tónlistarmaðurinn Ásgeir sendi í dag frá sér lagið ‘Bernskan’ af væntanlegri plötu sem ber heitið ‘Sátt’ og kemur út 7.febrúar 2020. Það verður jafnframt fyrsta platan sem Ásgeir gefur út í samstarfi við íslenska útgáfufyrirtækið Record Records.

Á nýju plötunni verður Ásgeir með íslenskt efni en platan verður fáanleg bæði á íslensku og ensku. Íslenski titillinn er líkt og áður sagði ‘Sátt’ en enska útgáfan ber nafnið ‘Bury The Moon’.

Platan  er uppgjör Ásgeirs við langtímasamband sem leið undir lok. Í kjölfarið sambandsslitanna ákvað Ásgeir að fara út á land þar sem hann var í nokkrar vikur,einn, að semja nýtt efni. „Ég tók með mér gítar, hljómborð og lítið upptökutæki, það var allt of sumt” rifjar Ásgeir upp.

Ásamt því að gefa út nýtt lag tilkynnir Ásgeir tónleikaferð um Evrópu og Bandaríkin og stórtónleika í Háskólabíói sem verða haldnir laugardaginn 1. febrúar 2020. Miðasala á tónleikana í Háskólabíói hefst kl 10:00 föstudaginn 1. nóvember á tix.is.

Auglýsing

Hægt er að hlusta á lagið, ‘Bernskan’, í spilaranum hér fyrir neðan.

Þetta kom fram á albumm.is.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram