Auður, Hatari og GDRN á meðal þeirra sem spila á tónleikum í hádeginu!

Verkefnið Saman fyrir Seyðisfjörð, Rauði krossinn og nokkrir landsþekktir listamenn tóku höndum saman og settu á laggirnar listahátíð. Hátíðin er sýnd í streymi og er ætlun hennar að vekja athygli á þeim hörmungum sem dundu yfir Seyðisfjörð þegar aurskriður féllu yfir bæinn fyrir stuttu.

Hægt er að horfa á flutning allra þeirra sem þegar hafa leikið listir sínar á heimasíðu hátíðarinnar.  En þar má meðal annars sjá Bríeti, Bjartar Sveiflur, Hjaltalín, Ásgeir, Axel Flóvent, Cyber, Skoffín og Vök.

Í dag er lokadagur hátíðarinnar og munu stíga á stokk þau Auður, Pamela Angela, Sykur, GDRN, JFDR, Hatari, Umer Consumer x Ísidór, Una Björg Magnúsdóttir, Andrew Thomas Huang & Samantha Shay. Tónleikarnir hefjast klukkan 12:00 og verður þeim streymt á heimasíðu hátíðarinnar.

Til að leggja málefninu lið er hægt að senda sms skilaboðin HJALP í síma 1900 og leggja til 2900 krónur, eða fara á heimasíðu Rauða Krossins og millifæra.

Hér er hægt að fylgjast með tónleikunum sem hefjast á hádegi.

 

Auglýsing

læk

Instagram