Auður og Stuðmenn með nýjan smell

Auglýsing

Vinsælasta hljómsveit síðari áratuga, Stuðmenn, og tónlistarmaðurinn Auður, settu saman nýjasta Stuðmannalagið sem verður á komandi safnplötu þeirra. Platan mun kallast Lög allra landsmanna.

Lagið Elsku vinur er skemmtileg poppballaða sögð frá sjónarhorni eldri tónlistarmanns til nútímans, þar sem virðist sem allt sé í autotune-i, en textinn er eftir Þórð Árnason. Auðunn samdi lagið, stýrði upptökum og pródúseraði og ásamt söngvurunum Agli Ólafssyni, Röggu Gísla og Bryndísi Jakobsdóttur spilar Ingibjörg Elsa Turchi á bassa, Ásgeir Óskarsson á trommur, Guðmundur Pétursson og Auðunn Lúthersson á gítar og Jakob Frímann Magnússon, Eyþór Gunnarsson, Hafsteinn Þráinsson og Auðunn spila á hljómborð. Styrmir Hauksson hljóðblandaði og Bjarni Bragi Kjartansson hljómjafnaði. Lagið kemur út á allar helstu streymisveitur föstudaginn 24. janúar.

Þetta kom fram á vef albumm.is

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram